Skip to content

Goodyear - Logo White - Box Flatt

Original price 2.990 kr - Original price 2.990 kr
Original price
2.990 kr
2.990 kr - 2.990 kr
Current price 2.990 kr

 Tin Box Flatt - stærð 16cm x 7 cm x 23cm
Skemmtilegt box, hægt að nýta á marga vegu - hvort sem er fyrir jólasmákökur, konfekt, tepoka, afgangs rær eða skrúfur frá Ikea samsetningu, vonda nammið úr páskaeggjunum sem enginn vildi, lego kubba... boxið hefur endalausa möguleika - á meðan innihaldið passar í það og er þurrt!

Hvað er það sem brunaslöngur og bíladekk eiga sameiginlegt?

Þetta var og er framleitt hjá Goodyear Tire & Rubber Company! 

Árið 1898 keypti Frank Seiberling verksmiðju í Ohio í Bandaríkjunum. 

Með bróður sínum lagði hann að því hornstein fjölþjóðafyrirtækisins eins og það er þekkt í dag. Fyrirtækið var nefnt eftir bandaríska uppfinningamanninum Charles Goodyear og byrjaði upphaflega með framleiðslu á hjóla- og vagndekkjum og óx með uppfinningu bílsins. Fyrstu bíladekkin voru framleidd árið 1901 sem voru útveguð fyrir kappakstursbíla Henry Ford. Nú á dögum standa Goodyear dekk fyrir gæði, öryggi og áreiðanleika. Bláa og gula merkið sýnir vængjaða skó gríska guðsins Hermes og við erum mjög stolt af því að hafa vörumerkið inn í Nostalgic-Art úrvalinu okkar!