Prumpu - Ilmkerti

2.990 kr

Því miður er þessi vara uppseld.

VARÚÐ!
EKKI STINGA NEFINU Í DÓSINA OG DRAGA DJÚPT ANDANN - ÞÚ MUNT KÚGAST!

"oj bara, það er eins og einhver hefur skitið á sig"
- 10 ára sem kallar ekki allt ömmu sína

"þvílíki viðbjóðurinn, það svíður í augun - lokaðu helv**** dollunni"
- fertug húsmóðir sem hefur séð ýmislegt

"hvað er´edda, hann Einar frændi hann prumpar mun verri lykt"
- allir miðaldra pabbar

Ef gestirnir í boðinu eru komnir framyfir heimsóknartímann eða það þarf að slútta partýi og tæma húsið hratt, ertu með magakveisu og blómailmurinn hálf rotinn... þá er þetta rétta kertið!
Þið hafðið aldrei verið jafn þakklát fyrir að hafa lok á ilmkerti.

4 oz kerti, tæp 120 grömm í áldós með loki. 
Kemur í snyrtilegu gjafaboxi, 5 cm x 5 cm

------------------------------

The Stinky Candle Company er lítið startup fyrirtæki í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Kertaframleiðslan byrjaði upprunalega sem áhugamál en varð að litlu fyrirtæki sem hefur það að leiðarljósi að geta dreift og fagnað náttúrulegum ilmgjöfum í daglegu umhverfi okkar.

Úrval ilmkerta á almennum markaði er frekar einsleitt, en það eru ekki lyktir sem við getum fundið dagsdaglega í okkar nánasta umhverfi og vekja fram huglægar tengingar við manneskju, stað eða tíma.
Takmark The Stinky Candle company er að gera einmitt það, vekja tengingar við atburði, skapa skemmtilegar... eða allavega öðruvísi minningar sem jafnvel kalla fram bros!

Þar sem þeirra mottó er nánast það sama og okkar hjá Gormi - að vera öðruvísi, þá lá beinast við að bjóða upp á vörur þeirra hér á norðurhjara veraldar í von um að geta kallað fram bros hjá einhverjum og jafnvel skapað góðar minningar.