Skip to content

Skilmálar

Skilmálar

Gormur ehf selur vörur í netverslun.

Það er einfalt og þægilegt að versla hjá okkur. Pantanir eru sendar samdægurs/næsta virka dag með Póstinum, Dropp eða Flytjanda. Íslandspóstur sendir heim utan höfðuborgarsvæðisins og einnig er hægt að sækja á pósthús, í póstbox. 

 

Þú velur vöru, setur í körfu, velur greiðslufyrirkomulag og pöntunin er afgreidd um leið og greiðsla hefur borist. Í kjölfarið færðu kvittun fyrir vörukaupunum í tölvupósti og þar með er kominn á samningur á milli þín og Gormur ehf. 

Upplýsingar um seljanda

Seljandi er Gormur ehf., kt. 710816-0500, Hvaleyrarbraut 33, 220 Hafnarfirði 

 

Verð

Öll verð í netverslun eru með 24% virðisaukaskatti (VSK). Vinsamlegast athugaðu að verð í netverslun geta breyst án fyrirvara, vegna rangra verðupplýsinga eða prentvillna. Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilur Gormur.is sér rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp.

 

 

Greiðslumöguleikar

Hægt er að greiða með greiðslukortum frá Visa, Eurocard/Mastercard eða Amex.

Gormur ehf notar örugga greiðslugátt frá Rapyd.

 

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Kaupandi hefur 14 daga til þess að hætta við kaup og er vara endurgreidd að fullu ef neðangreind skilyrði eru uppfyllt:

  • Varan skal vera ónotuð.
  • Vara skal vera í söluhæfu ástandi.
  • Vara þarf að vera í upprunalegum umbúðum.
  • Greiðslukvittun þarf að fylgja með sendingunni.
  • 14 daga endurgreiðslufrestur hefst þegar varan er afhent skráðum viðtakanda.

Endursending vöru er á ábyrgð og kostnað kaupanda nema hann hafi fengið ranga eða skemmda vöru afhenta.

Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003.

Höfundaréttur og vörumerki

Texti, grafík, lógó, myndir og allt efni á www.gormur.is eru eign Gorms ehf.

Og er öll afritun og endurdreifing bönnuð nema með skriflegu leyfi frá Gormi ehf.

 

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem að hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

 

Varnarþing

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir íslenskum dómstólum.

 

Hafa samband

Netfangið er gormur@gormur.is ef einhverjar spurningar vakna.