MicroMacro: Glæpaborgin
Spilið er til afhendingar frá og með mánudeginum 8 nóvember!
Glæpir hafa átt sér stað um alla borgina, og þú þarft að komast að því hvað nákvæmlega kom fyrir, þannig að þú þarft að skoða vel risakortið af borginni (75 x 110 cm) til að finna allar upplýsingarnar sem eru faldar í því og rekja slóð glæpamannanna.
Í MicroMacro: Glæpaborgin eru 16 mál sem þarf að leysa. Hvert þeirra inniheldur fjölda spila sem biðja þig um að finna eitthvað á kortinu, eða finna út hvert einhver fór, eða finna aðrar upplýsingar sem tengjast málinu. Kortið sýnir þér borgina í tíma sem rúmi, svo þú sérð oft sömu persónuna á mismunandi stöðum í borginni, og í byggingunum, og þú þarft að púsla saman atburðarás, hvort sem þú ferð í gegnum spil af spili eða með því að lesa bara upphafsspilið og reyna að leysa allt málið án aðstoðar. Getur þú svarað öllum spurningunum í lokin án þess að missa marks?